Umsagnir

 ❞

“Við byrjuðum í næringarþjálfun hjá Sigrúnu Örnu árið 2021. Hún hjálpaði og kenndi okkur að skilja betur mikilvægi þess að góð næring er lykilatriði til að ná áframhaldandi árangri í íþróttum en við höfum alltaf æft mikið. Við fundum fljótt hvað við urðum orkumeiri og leið betur á löngum og ströngum æfingum. Sigrún Arna setti saman einfalt prógram fyrir okkur hannað að okkar markmiðum sem auðvelt var að fylgja. Það hentaði okkur mjög vel þar sem dagarnir hjá okkur geta verið langir og stífar æfingar fram eftir kvöldi. Við munum ávallt verða henni þakklátar fyrir þann andlega stuðning sem hún veitti okkur í gegnum þjálfunina.Við mælum heilshugar með næringarþjálfun Sigrúnar Örnu”

Helena Clausen & Hildur Clausen landsliðskonur í fimleikum.

 ❞

Síðan ég byrjaði í næringarþjálfun hjá Sigrúnu Örnu hef ég aldrei verið jafn orkumikil og fundið fyrir jafn miklum mun á ferskleika á æfingum og í leikjum. Ég er einnig búin að styrkja mig helling síðan ég byrjaði. Ég er t.d. að taka meiri þyngdir á styrktaræfingum og sé líka mikinn mun á líkamanum þar sem hann er orðinn “köttaðari” þrátt fyrir að vera borða miklu meira en ég gerði áður. Ég er komin með meiri skilning á næringarinnihald matar og veit núna hvaða matur og hversu mikið af honum ég þarf til að ná árangri. Ég hafði ekki prófað að skrá macros áður. Sigrún hjálpaði mér að skilja allt tengt því 100%. Ég hélt að það yrði meira mál að skrá allt inn en núna er þetta bara komið í rútínu hjá mér. Ég þarf varla að hugsa hvað ég er að gera sem er geggjað en það er allt Sigrúnu að þakka. Þetta er svo þægilega uppsett hjá henni og ef ég er með einhverjar spurningar er hún alltaf með góð ráð. Svo er hún líka algjör peppari! Ég mæli 100% með að byrja þjálfun hjá Sigrúnu.

Heiðdís Lillýardóttir, atvinnukona í knattspyrnu hjá Basel í Sviss.

 ❞

“Ég hef verið í fjarþjalfun hjá Sigrúnu Örnu í rúmlega 5 ár og fyrstu mánuðina var ég líka í næringarþjalfun. Hún hefur kennt mér svo ótrúlega margt um mat og hreyfingu. Hvernig ég þarf að setja minn mat saman fyrir minn líkama og hvernig hreyfingu líkaminn minn þarf. Ég er með hryggskekkju og slit í öxl og hefur Sigrún alltaf gert æfingarprógram sem hentar mínum líkama. Fyrir ári síðan prófaði ég að skipta og æfa á öðrum stað en grasið var ekki grænna hinu megin og var ég fljót að snúa til baka til Sigrúnar Örnu og fá aftur prógram frá henni sem hentar mér. Hef svo oft mælt með henni og mun halda því áfram.” 

Hugborg Kjartansdóttir, móðir og ljósmóðir.

 ❞

“Ég er Sigrúnu svo ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina og hvatninguna sem hún veitti mér þegar ég var í næringarþjálfun hjá henni. Ég þurfti aðstoð þegar mig langaði koma mér aftur í gott stand til þess að performa á handboltavellinum eftir barneignir og hefur það gengið vonum framar með hennar aðstoð. Það sem ég tók mest eftir var það að ég var miklu orkumeiri í öllu því sem ég var að gera, þá sérstaklega á æfingum. Ég mæli með þessu fyrir alla, hvort sem að þú sért í leit að betri heilsu eða viljir ná lengra í íþróttum. Sigrún er algjör fagmaður í sínu starfi og sé ég ekki eftir því að hafa skráð mig hjá henni!”

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, móðir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður Vals.

 ❞

Árangurinn er bæði líkamlegur en ekki síður andlegur. Mér finnst mikið frelsi í því að velja mér mat út frá næringarlegu gildi og þar af leiðandi tel ég mig eiga í töluvert heilbrigðari sambandi við mat heldur en áður. Þjónustan er svo persónuleg og Sigrún á sinn einstaka hátt hjálpar manni að setja sér raunhæf markmið í takt við þá vinnu sem maður er tilbúinn að leggja á sig. Lærdómurinn fylgir manni alltaf áfram þótt að maður sé ekki alla daga „on point“ með macrosin. Maður lærir að velja sér kosti með betri næringu sem eykur orku og úthald bæði á æfingum og í amstri dagsins. Ég gæti ekki mælt meira með þjálfuninni hjá Sigrúnu.

Hafrún Olgeirsdóttir, móðir, sveitarstjórnarfulltrúi og bankastarfsmaður.

 ❞

Ef þú ert að leita af þjálfara sem tekur mark á þínum persónulegu markmiðum og heldur þér stöðugt við efnið með geggjaðri hvatningu þá ertu á réttum stað. Ég hef bæði verið í æfingar og næringarþjálfun hjá Sigrúnu Örnu, þar sem mánuður breyttist fljótt í marga fleiri því árangurinn var svo ótrúlegur og einmitt sá sem ég hafði óskað mér. Ég bætti mig rosalega inni á handboltavellinum á sama tíma og ég kláraði stúdentsprófin mín og átti nóg af orku eftir til að sinna vinnu, vinum og fjölskyldu. Að byrja að telja macros hljómaði í fyrstu mjög krefjandi en allar hnitmiðuðu leiðbeiningarnar og fljótu svörin sem ég fékk frá Sigrúnu gerðu þetta ferli yfirstíganlegt og skemmtilegt. Ég var fljót að finna að ég væri orðin miklu orkumeiri og almennt léttari á mér. Ég mæli hjartanlega með þjálfun hjá Sigrúnu Örnu. Það er ekki hægt að óska sér fagmannslegri, traustari og meira hvetjandi þjálfara en hana.” 

Elvar Arinbjarnar, læknanemi og fyrrum unglingalandsliðskona í handknattleik.

 ❞

Ég fékk fyrsta prógrammið hjá Sigrúnu í byrjun apríl 2021. Ég var búin að fylgjast með henni lengi á instagram. Það var enginn spurning hvern ég vildi biðja um prógram þegar ég byrjaði að æfa aftur eftir lockdown. Sigrún hlustaði á mínar óskir og hannaði fyrir mig prógram til að ná mínum markmiðum. Æfingarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar. Ég bætti mig ótrúlega í styrk, þol og sprengikraft á stuttum tíma. Ef það voru einhverjar spurningar varðandi æfingar eða útfærslur, var hún enga stund að svara eða útskýra. Hún var alltaf tilbúin með góð ráð og peppaði mann áfram.

Kristín Inga Karlsdóttir, móðir og dýralæknir.

 ❞

Ég byrjaði hjá Sigrúnu í næringarþjálfun í byrjun árs 2019 þá í fullu námi og með ungabarn. Ég hef alltaf verið í íþróttum og hreyft mig en mér fannst ég þurfa að setja næringuna ofar á forgangslistann. Þvílíkur munur á lífsgæðum þegar ég byrjaði að telja macros – ég varð mun orkumeiri, minni þreyta og loks fóru æfingarnar að skila árangri! Sigrún er einn mesti peppri sem ég veit um, hún veit nákvæmlega hvað á að segja og hvað heldur manni aldeilis gangandi! Eftir 3-4 mánuði hjá henni árið 2019 verð ég óvænt ófrísk. En byrjaði aftur eftir seinni meðgönguna. Æfingarnar voru fjölbreyttar og krefjandi, ef það var eitthvað sem ég vildi breyta þá græjaði mín kona það! Ég styrktist og hlakkaði til að taka æfingu sem og borða vel samhliða. Magnað hvað þetta gerði fyrir mig, orkan alveg í botn og nóg eftir til að mæta jafnvel á æfingar þegar börnin voru sofnuð. Bottom line í þessu hjá mér er að ef þú ert að hugsa um að skrá þig hjá Sigrúnu í æfingar– og/eða næringarþjálfun ekki hika við það því þú færð allt sem þú óskar eftir og meira en það!

Rebekka Rún Siggeirsdóttir, móðir og kennari.

 ❞

Ég var í næringar- og styrktarþjálfun hjá Sigrúnu Örnu frá ágúst 2020 til desember 2021. Ég skrái mig upphaflega í þjálfun hjá henni til þess að koma mér í betra hlaupaform en ég hafði verið að stunda utanvegahlaup í rúmt ár. Ég fór strax að finna mun á hlaupunum eftir nokkrar vikur en eftir fyrstu átta vikurnar hafði ég bætt mig gríðarlega í hlaupahraða og einnig var ég farinn að geta hlaupið lengra en ég hafði gert fyrir þjálfunina. Þá var ég líka fljótari að ná endurheimt eftir æfingar. En ég sá ekki bara bætingar í hlaupunum á þessum tíma, því almenn heilsa og orka varð líka mun betri. Ég varð orkumeiri á daginn, bæði í vinnunni og heimafyrir og sjaldnar veik og ef ég varð veik var ég fljótari að ná mér eftir veikindi. Þrátt fyrir að ég hef ávallt hugsað mikið út í næringu og heilbrigðan lífstíl lærði ég að næra mig betur á meðan á þjálfuninni stóð en ég fór að borða meira og máltíðarnar voru betur samsettar. Það kom mér einnig á óvart hveru auðvelt það var að tracka macros og undirbúa máltíðir dagsins. Á því tímabili sem ég var í þjálfun hjá Sigrúnu Örnu léttist ég um 17 kg en það var í raun ekki hið eiginlega markmið með þjálfuninni en mjög jákvæðar aukaverkanir. Sigrún Arna er frábær þjálfari og ég gæti ekki mælt meira með henni! Hún er einstaklega styðjandi og hvetjandi, setur raunhæf markmið og kröfur og fljót að svara þegar ég sendi á hana vikulegar skýrslur og spurningar. Ef að einhver vandamál komu upp á þessu tímabili sem ég var í þjálfun hjá henni. til dæmis meiðsl tengd hlaupunum, leitaði hún sér upplýsinga um hvernig best væri fyrir mig að ná mér aftur á strik, bæði með næringu og styrktaræfingum. Það má því með sanni segja að Sigrún Arna fer þessa extra mílu fyrir þá einstaklinga sem eru í þjálfun hjá henni. Það sem mér fannst best við að vera í þjálfun hjá Sigrúnu Örnu var aðhaldið sem ég fékk, jákvæðnin og endalausa hvatningin. Ég er gríðarlega ánægð með þann árangur sem ég náði á meðan á þjálfuninni stóð en það er ekki bara árangur í hlaupunum og bætt mataræði heldur einnig betri andlega heilsa en það er kannski það jákvæðasta og mikilvægasta af öllu þegar uppi er staðið. Ég get kláralega mælt með næringarþjálfun hjá Sigrúnu Örnu hvort sem að einstaklingar eru að setja sér markmið um að léttast, þyngjast, verða betri á æfingum eða læra almennt á betra mataræði og bætta heilsu.” 

Þórunn Sif Ólafsdóttir, móðir og kennari.