Næring & þjálfun

Sigrún Arna Brynjarsdóttir

Næringarþjálfunin okkar snýst um að þróa með sér heilbrigt samband við mat. Læra á samspil svefns, næringar og hreyfingar við andlega og líkamlega heilsu. Hvernig við getum fundið okkar jafnvægi, hvort sem við erum afreksfólk í íþróttum, eða “fulltime” hversdagshetjur, foreldrar, námsmenn osfrv.

Fókusinn er ekki síður á andlegu hliðina, finna orsök og upptök þeirra vandamála sem kunna að vera rót óheilbrigðs sambands við mat og hreyfingu. Finna skipulag sem hentar með þinn hverdag að leiðarljósi.

Næringarþjálfun er fyrir alla sem vilja ná lengra í sínu, bæði íþróttafólk sem vill hámarka árangur sinn og alla þá sem hafa heilsu og/eða líkamstengd markmið.

Eigandi, stofnandi og eini þjálfari OnTrack.is – 15 ára reynsla í þjálfun á sviði heilsuræktar

Þjónusta ONtrack

Næringarþjálfun 8 vikur

Fyrir alla sem vilja læra að næra sig með fjölbreytni og næringargildi í huga, engin boð og bönn. Grunnurinn er að læra á orkuefnin þrjú, kolvetni, prótein og fitu. 

Sérsniðið æfingaprógram

Sérsniðið plan er fyrir alla, bæði fyrir byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í hreyfingu, eða sá sem eru á kafi í Crossfit, afreksíþróttum eða annað. 

Almennt prógram styrkur & þol

Við notum æfingaappið frá  frá Sideline Sport, mjög aðgengilegt kerfi sem hjálpar þér í gegnum æfingarnar á einfaldan hátt.  Allar æfingar eru með góðum útskýringum, myndum og myndböndum. 

Um Mig

  • Tveggja barna móðir og eiginkona
  • Stöðvarstjóri og yfirþjálfari CrossFit Selfoss
  • Eigandi, stofnandi og eini þjálfari OnTrack.is
  • BS gráða í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands
  • CrossFit L2 þjálfari
  • Meðgöngu & Mömmuþjálfari
  • CrossFit Weightlifting L1
  • CrossFit Kids þjálfararéttindi
  • Precision Nutrition L1 þjálfari
  • Functional Fitness þjálfararéttindi
  • Pregnancy and Post Partum Athleticismi þjálfararéttindi
  • 15 ára reynsla í þjálfun á sviði heilsuræktar
  • *Loknir áfangar á meistarastigi HÍ; Íþróttir&næring og Þjálfunarlífeðlisfræði

Hvaða reynslu hefur fólk af mér..

 ❞

“Hún hjálpaði og kenndi okkur að skilja betur mikilvægi þess að góð næring er lykilatriði til að ná áframhaldandi árangri í íþróttum.”

Helena & Hildur Clausen

 ❞

“Síðan ég byrjaði í næringarþjálfun hjá Sigrúnu Örnu hef ég aldrei verið jafn orkumikil og fundið fyrir jafn miklum mun á ferskleika á æfingum og í leikjum.”

Heiðdís Lillýardóttir

 ❞

“Hún hefur kennt mér svo ótrúlega margt um mat og hreyfingu. Hvernig ég þarf að setja minn mat saman fyrir minn líkama og hvernig hreyfingu líkaminn minn þarf.” 

Hugborg Kjartansdóttir

 ❞

“Ég þurfti aðstoð við að koma mér í form eftir barneignir og geta spilað handbolta aftur. Það gekk vonum framar með hennar aðstoð. Það sem ég tók mest eftir var það að ég var miklu orkumeiri í öllu því sem ég var að gera, þá sérstaklega á æfingum”

Þórey Anna Ásgeirsdóttir