Næringarþjálfun 8 vikur
Næringarþjálfunin okkar snýst um að þróa með sér heilbrigt samband við mat. Læra á samspil svefns, næringar og hreyfingar við andlega og líkamlega heilsu. Hvernig við getum fundið okkar jafnvægi, hvort sem við erum afreksfólk í íþróttum, eða “fulltime” hversdagshetjur, foreldrar, námsmenn osfrv.
Fókusinn er ekki síður á andlegu hliðina, finna orsök og upptök þeirra vandamála sem kunna að vera rót óheilbrigðs sambands við mat og hreyfingu. Finna skipulag sem hentar með þinn hverdag að leiðarljósi.
Næringarþjálfun er fyrir alla sem vilja ná lengra í sínu, bæði íþróttafólk sem vill hámarka árangur sinn og alla þá sem hafa heilsu og/eða líkamstengd markmið.
Í næringarþjálfuninni lærir þú á mat, hvað hentar þínum líkama og hvaða hlutföll kolvetna, próteina og fitu (macros) henta þínum líkama, svo þú getur verið í þínu besta formi, líkamlega og andlega.
Fyrir alla sem vilja læra að næra sig með fjölbreytni og næringargildi í huga, engin boð og bönn. Grunnurinn er að læra á orkuefnin þrjú, kolvetni, prótein og fitu. Við bjóðum uppá tvær leiðir, telja macros eða senda inn næringardagbók, endurgjöfin gengur út á það sama.
Macros leiðin
Talning á orkuefnum (kolvetni, prótein, fita, auk trefja) m.ö.o. að telja macros.
Í upphafi skilar þú inn skráningu með myndum, mælingum og persónulegum upplýsingum sem skipta máli fyrir þjálfunina. Þú færð útreikninga á orkuefnunum þremur og leiðbeiningar inn í appi hvernig best er að fylgja þeim.
Vikulega* skilar þú inn yfirliti yfir vikuna þína ásamt myndum og mælingum.
Þú vigtar næringuna þína skynsamlega og eftir bestu getu, setur inn í app
(My fitness pal). MFP reiknar svo út fyrir þig hversu mikið af macrosum þú hefur hefur fengið í þig eftir að þú hefur skráð inn.
Þessar upplýsingar sendir þú mér í vikuskilum ásamt mælingum og myndum.
*Vikuskil sniðin að þörfum hvers og eins.
Vigtun og mælingar eru einstaklingsbundnar og fara eftir samkomulagi.
Það er gert til þess að komast til móts við sem flesta, þjálfunin snýst um að láta fólki líða vel bæði á sál og líkama, því ekki ein leið sem hentar öllum.
Tek það strax fram, að vigta ofan í sig allt er ekki það sem þú munt gera allt þitt líf til þess að halda heilsu og formi heldur er þetta ferli sem kennir þér á líkamann þinn og hvað hann þarf til þess að þú náir sem mestum árangri með tilliti til bæði heilsu, líkamstengdra markmiða og líðan almennt.
Næringardagbók
Skila á næringardagbók í hverri viku. Skil á tveim virkum dögum og einum helgardegi, ásamt mælingum, myndum og líðan. Eins og hin leiðin er það persónulegt hvað við látum fylgja með í hverjum skilum og hversu marga daga er nauðsynlegt að skrá niður í hverri viku.
Þú færð aðgang að XPS Sideline forritinu.
- Leiðbeiningar um My Fitness Pal (tracking appið)
- Næringartengdar leiðbeiningar
- Leiðbeiningar um vigtun næringarefna
- Máltíðar hugmyndir
- Skipting orkuefnanna og hvaða matur flokkast undir hvað.
- Ásamt fleiri gagnlegum upplýsingum sem tengjast næringu og heilbrigðum lífstíl.
Inn í XPS færðu endurgjöf eftir vikuskil innan við 24 klst eftir skil.
Opið er fyrir spurningar 24/7, þeim er svarað innan við 24 klst eftir að þær berast að undanskildum laugardögum.
Sideline appinu fylgir auka app, Xps Nutrition, gögnin eru úr íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla og eru því mjög áreiðanleg, hægt að velja gagnagrunn frá öllum norðurlöndum.
Þetta app er hægt að nota með My fitness pal, en ekki eitt og sér.
VERÐ
1. Vikuleg skil og endurgjöf, endurútreikningar á macros ef þarf.
Opið fyrir spurningar 24/7.
Upphafsskráningu fylgir æfingaplan sem hannað er slíkt að það passi bæði byrjendum sem og lengra komnum, með lágmarks útbúnað.
Bundin fyrstu 8 vikurnar:
Verð 27.500 kr
2. Eftir að hafa lokið 8 vikum getur þú skráð þig í 4 vikur í einu, vikuleg skil og endurgjöf, endurútreikningar á macros ef þarf. Opið fyrir spurningar 24/7. :
Verð 11.500 kr
3. Þegar þú hefur lokið 20 vikum samfleytt getur keypt mánaðaráskrift af eftirfylgni og endurmati. Innifalið eru 1 vikuskil og opið fyrir spurningar 24/7.
Verð 6.500 kr.
Greiðsla þarf að hafa borist áður en þjálfun hefst.