Boltastyrkur
Styrktar-og tækniþjálfun
Nýtt og skemmtilegt æfingaprógramm fyrir krakka og unglinga í boltaíþróttum, fyrir þau sem vilja verða sterkari, stöðugri og liðugri í leik og æfingum. Áhersla lögð á fyrirbyggjandi æfingar, til þess að forðast meiðsli sem oft geta fylgt auknu álagi í keppnisíþróttum. Byggjum upp styrk sem verndar liði, vöðva og sinar.
Markmið Boltastyrks:
-
Auka styrk, liðleika og sprengikraft
-
Bæta líkamsvitund, jafnvægi og samhæfingu
-
Koma í veg fyrir algeng meiðsli hjá ungu íþróttafólki
- Efla tækni og hæfni í almennum styrktaræfingum
Æfingarnar verða settar upp í litum hópum, 3-5 saman í hóp. Hægt er að skrá vini eða æfingafélaga saman og finna þá æfingatíma sem hentar hópnum.
Allir hópar æfa 1x í viku í 40 mín í senn.
Verð fer eftir fjölda einstaklinga og lengd gildandi skráningar.
Hægt er að senda fyrirspurnir, skrá barnið og ég bý til hóp sem hentar hverjum og einum.
